Adobe – Lífræn vín fyrir þig og umhverfið

Lífrænar matvörur ryðja sér til rúms í sífellt meiri mæli enda vex eftirspurnin jafnt og þétt á heimsvísu. Síðustu 5-6 ár hefur krafa neytenda um hreinleika og rekjanleika matar- og drykkjarvöru orðið ríkari og margir aðhyllast orðið lífrænan lífstíl. Vínframleiðendur hafa ekki farið varhluta af þessari þróun og í dag talið að lífrænir vínframleiðendur séu tæplega 2000 talsins um allan heim. Þar af eru næstum 900 þeirra í Frakklandi einu og sér. Eftirspurnin er klárlega til staðar enda hefur neysluaukning á lífrænum vínum farið fram úr aukningunni á neyslu vína sem framleidd eru á hefðbundinn máta.

ENO-4-ny

 

Misjafnt er milli landa hvað felst nákvæmlega í skilgreiningunni „lífrænt“ en grundvallarmunurinn á milli lífrænt framleiddra vína og hefðbundinna byggir á því hvort einhver geymslu- eða varðveisluefni eru notuð við víngerðina. Undir slík efni falla meðal annars efni á borð við kemískan áburð, skordýraeitur, sveppaeitur og illgresisbana. Ef framleiðslu víns er skipt í tvö meginskref, vínræktun á vínekrunni og svo víngerðina (gerjun og átöppun) þá á skilgreiningin á lífrænt ræktuðu víni yfirleitt aðeins við fyrra skrefið. Þeir sem ákafast mæla með lífrænni ræktun nefna gjarnan þá skoðun sína að með því að sleppa kemískum efnum alfarið njóti bragðið sín enn betur og einkenni landsvæðisins (e. terroir) skili sér í ríkari mæli alla leið í glasið hjá þeim sem nýtur vínsins hverju sinni.

 

IMG_1906EMILIANA-nytt

caballo-retoque-minni

                                                                                                                Bræðurnir Rafael og José Guilisasti eru óumdeilanlega meðal frumherja í ræktun og framleiðslu lífrænna vína. Víngerðin Bodegas Emiliana í Chile var stofnuð árið 1986 en þegar á árunum fyrir aldamótin síðustu þótti þeim eins og léttvínsmarkaðurinn væri um það bil að taka breytingum, ekki síst hvað varðaði þá síauknu meðvitund meðal neytenda um vörurnar sem þeir keyptu. Bræðurnir sáu að fólk tók að vanda valið á vínum sem það keypti, ekki bara af persónulegum heilsufarsástæðum heldur spilaði virðing fyrir náttúrunni og umhverfinu líka inn í, svo ekki var um að villast.

EMILIANA-LR-156-copiacabon02[1]

 

Þeir tóku sig því til og afréðu að umbreyta víngerð í heimalandi þeirra, Chile, þannig að framleiðslan væri öll 100% lífræn. Markmið þeirra var að sönnu háleitt – að framleiða vín í hæsta gæðaflokki og ganga um náttúruna með virðingu um leið. Fékk Emiliana ISO 14001-vottun árið 2001, fyrstir vínhúsa í Chile. Í dag er Emiliana fullvottað ekki einungis sem lífrænn ræktandi heldur lífeldur (biodynamic) ræktandi og er stærstur sinna tegundar í Chile og víðar.

 

gallinero-retoque

Fyrir Emiliana eru lífræn ræktun ástríða og menn trúa því að með þessum aðferðum skili vínekrurnar meiru af sér og gæði þrúganna og vínsins verði þar af leiðandi meiri og betri fyrir neytandann. Samanstendur framleiðslan þeirra af breiðri línu af lífrænt framleiddum vínum sem hafa sópað að sér verðlaunum og viðurkenningum. Hér á landi má finna í hillum Vínbúðanna, Adobe vínin, sem eru aðeins brot af þeim vínum sem Emiliana vínhúsið framleiðir. Adobe vínin hafa undan farin misseri notið gríðarlegra vinsælda hér á landi enda vaxandi áhersla á heilsusamlegt líferni og umhverfisvernd hér á landi líkt og annars staðar í heiminum.

 

Turismo-EMILIANA455  Turismo-EMILIANA186


 

Adobe Chardonnay Reserva 2015

Adobe Chardonnay Reserva

Passar vel með: Fiskur, kjúklingur, grillmatur og pasta.

Lýsing: Ljóssítrónugult. Meðalfylling, ósætt, fersk sýra. Sítrus, suðrænn ávöxtur, ananas.

 

Vinótek segir:

Þetta er fínlegur en líka sprækur nýjaheims-Chardonnay, sætur sítrus, limebörkur, ferskjur, ananas og þroskaður mangó, vanillusykur. Góð sýra í munni, vínið er ungt og þægilegt. Frábær kaup.

 

Adobe Cabernet Sauvignon Reserva 2014

3,5star

 

Adobe Cabernet Sauvignon

Passar vel með: Nautakjöt, lambakjöt og grillmatur.

Lýsing: Rúbínrautt. Meðalfylling, ósætt, fersk sýra, miðlungstannín. Dökk ber, sólber, krydd, eik.

Vinótek segir:

Bjartur og léttkryddaður sólberjaávöxtur, bláber mild kaffibaunangan í nefi, mjúkt í munni, þægilegt, mjúk tannín. Mjög góð kaup.

 

Adobe Syrah Reserva 2014

4star

Adobe Syrah Reserva

Passar vel með: Nautakjöt, lambakjöt, hreindýrakjöt og léttri villibráð.

Lýsing: Dökkfjólurautt. Mjúk meðalfylling, ósætt, fersk sýra, miðlungstannín. Brómber, minta, grænjaxlar, eik. Ungt.

Vinótek segir:

Það er ekki langt síðan að við smökkuðum 2013 árganginn af þessu víni og já þetta ár sem þar skilur á milli skiptir máli. Vínið er áberandi yngra, ekki búið að hlaupa enn af sér hornin eins mikið, það þarf að gefa því tíma til að opna sig og mýkjast. Svartur ávötur, sólber og kirsuber, nokkuð kryddað, ferskar kryddjurtir, sem verða meira áberandi, ekki síst mynta, eftir því sem vínið fær meiri tíma. Kröftugt, nokkuð tannískt, með bragðmiklum grillmat, ekki of sætum sósum. 1.999 krónur. Frábær kaup á því verði. Hálf auka stjarna fyrir hlutfall verðs og gæða.

Share Post