Barbera

Norður-Ítalía er eitt gjöfulasta vínræktarhérað Ítalía og þar vaxa margar spennandi þrúgur sem ljá vínum svæðisins sérstakan karakter. Þeirra á meðal er Barbera. Hún er ræktuð víða um heim en unir sér þó hvergi eins vel og í heimahögunum sínum á Norður-Ítalíu. Barbera er ávaxtarík og sýrumikil ásamt því að vera ákaflega fallega rúbínrauð á litinn. Lítið er aftur á móti um tannín í víninu. Vín úr Barbera eru aðgengileg og auðdrekkanleg og eru þau því uppistaðan í hversdagsvínum fólks á Norður-Ítalíu.

Share Post