Fair Trade vín

Vín sem vottuð eru með Fair Trade merkinu hafa verið framleidd með fyllstu virðingu fyrir náttúrunni og umverfinu, en ekki síður virðingu fyrir fólkinu sem vinnur við gerð vínanna. Til að hljóta vottunina verða vínframleiðendur að sýna fram á að ákveðnum markmiðum sé náð varðandi félagslega, umhverfislega og efnahagslega stöðu þeirra sem mynda vinnuaflið á bakvið vínið. Með þessu móti byggir framleiðandinn upp öflugt samfélag ánægðra starfsmanna og um leið verður til öflugt fyrirtæki með starfsmenn sem ráða sér sjálfir enda fjárhagslega sjálfstæðir og sjálfbærir.

Share Post