Lífsins vatn fyrir lífsins gleðistundir!

Mörg lönd Evrópu eiga sinn staðbundna sterka einkennisdrykk sem lýtur að ýmis konar hefðum og reglugerðum, allt eftir kúnstarinnar reglum. Augljós dæmi eru þau að Skotar og Írar hafa viskíið, Frakkar eiga brandý – bæði úr berjum (Cognac) og eplum (Calvados) og svo má lengi telja. Norðurlöndin (nema Finnar sem hafa vodka) eiga sitt ástkæra ákavíti, snaps sem á sér sögu allt aftur á 15.öld. Ákavíti tengist hátíðum og tyllidögum órjúfanlegum böndum í huga flestra, og það á ekki síst við um páskana.

Hvaða víti? Og hver er Áki?

Íslenska orðið ákavíti er komið úr hinu skandinavíska orði akvavit, sem aftur er tökuorð frá latínu – aqua vitae, sem merkir bókstaflega “vatn lífsins”. Ef þar er átt við lífið í mannfögnuðum um páskana er þarna réttnefni á ferð enda hressandi og beinlínis ómissandi að dreypa á ákavíti áður en sest er til borðs, einkum ef til stendur að gera vel við sig og sína að hætti frænda vorra á hinum Norðurlöndunum.

Verður að vera kúmen eða dill!

Ákavíti er unnið úr korni eða kartöflum, ekki ósvipað og gert er við framleiðslu á vodka. Að eimingu lokinni er ákavíti hinsvegar bragðbætt með jurtum og kryddi, og skandinavískt ákavíti verður reglum samkvæmt að fela í sér annað hvort bragð af kúmeni eða dilli. Litur þess er oftast gullinbrúnleitur og helgast af því að það er látið þroskast á eikartunnum. Einnig er ákavíti til glært, þá kallað taffel, en þá hefur það legið á eldri tunnum sem láta ekki lengur lit.

Eins og þér finnst það best

Eins og er með alla drykki eru reglur um meðlæti og framleiðslu einkum til í huga neytandans hverju sinni. Sumir kjósa að fá sér ákavíti við stofuhita úr sérríglösum á meðan öðrum finnst best að taka flöskuna beint úr frysti og dreypa á því ísköldu úr háu staupi eða skotglasi. Flestir njóta þess sem lystaukandi fordrykkjar en aðrir súpa á því með matnum því kryddin (og vínandinn!) bæta meltinguna á feitum mat – segja Skandinavar sem eru vanir vel feitum rifjasteikum til hátíðabrigða. Með síld, hinum sænska lútfiski og reyktum fiski, og sömuleiðis svínakjöti hefur það skipað sér ríka hefð og sé meiningin að halda norrænan “paskefrokost” í heimahúsi er alveg bráðnauðsynlegt að hafa kælda ákavítisflösku til taks svo hægt sé að skála fyrir hátíðinni og vinum.

Hvernig væri að prófa?

Aalborg Jubilæums

Aalborg Jubilæums er hin gullna lúxus ákavítis útgáfa eimuð í dilli, kóríander fræjum og látin liggja á amerískri eik. Glæsilegt jafnvægi á dilli og kóríander fræjum með vott af stjörnuanís, sítrus og karamellu.

Passar vel með: miðlungs krydduðum mat, s.s. fisk og svínakjöti. Passar líka vel með bragðsterkum mat þar sem kóríander fara vel með sterkri matagerð. 

Áfengis magn: 40%

Berið fram: Kælt (10 gráður celsíus)

 

Aalborg Dild

Aalborg Dild er eimað í fersku dilli og sítrónu berki. Glæsilegt jafnvægi á grænu dilli og sítrus með vott af anís í eftirbragði.

Passar vel með: Alls konar sjávarfangi – heitu og köldu og fullkomið með rúgbrauði með eggi og rækju.

Áfengis magn: 38%

Berið fram: 7-21 gráður celsíus

 

 

Aalborg Grill

Aalborg Grill var sett á markað árið 2014. Fallega fölgult. smásætt. Vanilla, anís, kóríander. Heitt eftirbragð.

Passar vel með: reyktum og sterkum mat, hvort sem það er kjöt, fiskur eða grænmeti.

Áfengis magn: 38%

Berið fram: 7-21 gráður celsíus

 

 

Aalborg Taffel

Aalborg Taffel hefur einstakt bragð af sinnepsfræi og vott af appelsínu í eftirbragði.

Passar vel með: maríneraðri síld með lauk, pylsum og svínakjöti (rifsteik).

Áfengis magn: 45%

Berið fram: Kælt (-18 til 7 gráður celsíus)

Jólaákavíti


Á mörgum dönskum heimilum er beðið í eftirvæntingu eftir að Aalborg jólaákavíti komi á markaðinn. Uppskriftin hefur verið sú sama frá því hún kom út í desember 1982 en flaskan og umbúðirnar hafa verið misjafnar frá jólum til jóla. Kúmen og dill er einkennandi hráefni í jólaákavíti með fínu appelsínu, möndlu og kóríander eftirbragði.

Áfengismagn: 47%

Passar vel með: Smurbrauði, síld eða reyktum og gröfnum laxi.

Berið fram: Sumir kjósa að drekka jólaákavíti við stofuhita á meðan aðrir vilja beint úr frystinum, það fer allt eftir smekk.

Share Post