Saint Clair – 20 ára sigurganga

Það var árið 1978 sem Neal and Judy Ibbotson hófu vínrækt í Marlborough á Nýja Sjálandi, þar ræktuðu þau þrúgur sem þau seldu til vínframleiðenda í nágrenninu. Frábær árangur í vínræktinni varð hvatinn af því að þau stofnuðu sitt eigið vínhús árið 1994, Saint Clair, sem er í dag með virtari vínhúsum landsins.

 

Markmið vínhússins er að framleiða vín á heimsmælikvarða sem fara fram úr væntingum viðskiptavina. Neal Ibbotson leiðir saman sína gríðarlegu reynslu og þekkingu á vínrækt og lið víngerðarmanna undir forystu Matt Thomson og Hamish Clark við þær einstöku aðstæður sem ríkja í Marlborough.

Neal & Judy in Vineyard MED STC_MT&Ham1 MED

Marlborough er staðsett nyrst á Suðureyju Nýja Sjálands, 40 gráðum suður af miðbaug og er því á áþekkum stað og nokkur af fremstu vínræktarhéruðum heims sem eru á samsvarandi gráðu á norðuhveli jarðar. Svæðið er í raun hreinn, kyrrlátur og sólríkur dalur þar sem skjóls nýtur frá vályndum veðrum af hafi.Saint_Clair_Home_vineyard MED

Vínáhugamenn eiga margir hverjir bágt með að trúa því að vínviði hafi fyrst verið sáð í Marlborough árið 1973. Engu að síður hafa aðstæður þar verið svo hagstæðar að í dag er svæðið stærsta vínræktarsvæðið og stærsti vínframleiðandi Nýja-Sjálands.

Þaðan koma um 70% af vínútflutningi Nýja-Sjálands. Sólríkir dagar og svalar nætur gera það að verkum að margar framúrskarandi þrúgur vaxa í Marlborough Þar á meðal er Sauvignon Blanc líkast til fremst meðal jafningja, en skammt undan eru Pinot Noir, Chardonnay, Riesling, Pinot Gris og Merlot.wine-1313751_1920

Þar sem saga Saint Clair víngerðarinnar er ekki ýkja löng hafa vínin frá fyrirtækinu sópað að sér verðlaunum og viðurkenningum frá upphafi starfseminnar og vínin frá Saint Clair njóta í dag sömu virðingar og eftirspurnar og önnur hágæðavín sem eiga sér margfalt lengri sögu. Það má því segja að hefðin sé enn í mótum og viðskiptavinirnir – þeir sem njóta vínanna vinsælu frá vínræktarhéraðinu Marlborough á Nýja Sjálandi – taka því í raun þátt í því að móta hefðina.

Matt Thomson sem stýrir víngerðinni hjá Saint Clair segir það vera markvissa stefnu að hafa sum vínin evrópskari, með hófstilltara áfengi. Matt hefur verið starfandi hjá Saint Clair frá því að vínhúsið var stofnað. Auk þeirra fjölda verðlauna sem vínin þeirra hafa fengið hefur Matt Thomson einnig hlotið virtar viðurkenningar fyrir sín störf og vínhúsið sjálft í flokki framleiðanda.

Saint_Clair_rapaura vineyard dusk MED

Vínekrur Saint Clair eru yfirgripsmiklar og búa yfir töfrandi fegurð og leyndardómum. Íslendingar kannast eflaust best við Vicar‘s Choice vínin þeirra en Saint Clair framleiðir í dag bestu Sauvignon Blanc vín Nýja Sjálands, sem hafa unnið til fleiri verðlauna á síðast liðnum árum en nokkuð annað þeirra 300-400 vínhúsa þar í landi.


 

Vicar’s Choice Sauvignon Blanc 2014
4star

VC sauvignon blanc 2014

Passar vel með: Sushi, skelfiskur, fiskur og fordrykkur.

Lýsing: Föllímónugrænt. Létt meðalfylling, ósætt, fersk sýra. Passjón, límóna, sólberjalauf.

 

Vinótek segir:

Vicar’s Choice Sauvignon Blanc frá vínhúsinu St. Clair í Marlborough er nýsjálenskur Sauvignon Blanc eins og maður býst við þeim og eins og maður vill hafa þá, ferskur og fullur af flottum ávextir. Garðaber og sætar kantalópumelónur, ástaraldin, þurrt með þykkum ávexti, fersk og þægileg sýra. Frábær kaup.

Vicar’s Choice Riesling 2012

4star

VC Riesling 2012

Passar mjög vel með: Fordrykkur, fiskur, alifugl og ostar.

Lýsing: Ljóssítrónugult. Létt meðalfylling, þurrt, fersk sýra, sítrus, epli og steinefni.

Vínótek segir:

Flestir tengja nýsjálensk hvítvín við Sauvignon Blanc. Aðrar norður-evrópskar þrúgur þrífast hins vegar ekki síður vel í hinu nýsjálensku loftslagi og mjög vel hefur tekist þar til við ræktun á Riesling. Þessi Riesling frá St. Clair er sætur og þægilegur, Í nefi smá steinolía sem er svo dæmigerð fyrir Riesling sem er farinn að sýna smá þroska, greipávöxtur og limebörkur. Í munni sætur sítrusávöxtur en þó langt í frá væminn, góð sýra, þægilegt vín.

Vicar‘s Choice Pinot Noir 2013

4star

VC pinot noir 2014

Passar vel með: Kjúklingur, smáréttir og léttri villibráð.

Lýsing: Ljóskirsuberjarautt. Létt meðalfylling, ósætt, fersk sýra, mild tannín. Rauð ber, skógarbotn.

 

Vinótek segir:

Þetta er bjart og þægilegt vín. Kirsuber, hindber í nefi ásamt greni, lavender, í munni  létt og þægilegt með mildri og góðri sýru. Góð kaup, vel gerður og þægilegur pinot sem hentar með jafnt ljósari kjöti sem bragðmiklum fiskréttum og mildum ostum. Reynið með laxi, ferskum, reyktum eða gröfnum.

 

 

Share Post