Vín-auður í krafti kvenna hjá Parés Baltà

Víngerð er grein sem hefur löngum verið með óþarflega karllægri slagsíðu og fyrir bragðið eru nærfellt öll þekkt nöfn sem tengjast víngerð einmitt karlmannsnöfn. Góðu heilli horfir til betri vegar hvað þetta varðar og sumir vínframleiðendur eru farnir að gera sér grein fyrir því að konurnar eru síst lakari þegar kemur að því að framleiða framúrskarandi vín.

 

Vínhúsið Parés Baltà hefur einmitt náð frábærum árangri með konur í broddi fylkingar en þær stöllur Maria Elena Jimenez and Marta Casas fara fyrir víngerðinni. Þett er vonandi til marks um breytingu til hins betra í þessum efnum hvað vínframleiðslugeirann varðar. Árangur Parés Baltà og sérstaða er alltént eitthvað sem vert er að horfa til og því viðeigandi að ná tali af Joan Cusine hjá Parés Baltà.

 

Virðing fyrir náttúrunni í aðalhlutverki

Það er auðséð á starfsemi vínhússins að Parés Baltà leggur ríka áherslu á náttúrulega framleiðslu og innanhúss ríkir „ástríða fyrir hinu náttúrulega“ eins og segir á heimasíðunni. Hvernig skyldi það hafa komið til að þessi stefna var mörkuð hjá Parés Baltà?

 

 

„Ástríðan fyrir hinu náttúrulega felur í sér sérstök gildi og sérstaka starfshætti fyrir fjölskyldu okkar,” segir Joan. “Afi minn var alfarið á móti notkun kemískra efna á vínekrunum og hann vildi rækta vínviðinn með sama náttúrulega og heilbrigða hættinum og hann ræktaði grænmeti til matar fyrir okkur, bæði kartöflur, tómata, baunir og fleira. Við höfum aldrei notað illgresiseyði eða skordýraeitur af neinu tagi á vínekrunum okkar.“

 

 

 

Svo fast kveður að viðleitni þeirra hjá Parés Baltà að leyfa ræktun vínviðarins að hafa sinn náttúrulega gang að engin vökvun á sér stað umfram rigningu. En hvers vegna er það sömuleiðis mikilvægt?

 

Okkar reynsla er á þá leið að þegar þú byrjar á annað borð að vökva vínviðinn, þá hætta ræturnar að leita neðan í jarðveginn í leit að vatni og næringu, en leita þess í stað í átt að yfirborðinu því þaðan kemur vatnið þegar vökvað er. Vínviðurinn verður því bara latur og háður þessu vatni frá yfirborðinu, sem verður á kostnað hæfni hans til að leita vatns dýpra í jörðinni. Þetta er hættulegt fyrir vínviðinn því þegar þú hefur á annað borð hafið vökvun er ekki hægt að snúa þróuninni við. Það sem meira er, mörg mikilvæg næringarefni liggja dýpra í jarðveginum og ef ræturnar eru að leita upp á við í leit að vatni þá fara þær á mis við áðurnefnd næringarefni djúpt í jarðveginum.“

 

 

Konurnar gera gæfumuninn

Ræktarland Parés Baltà nær yfir landsvæði þar sem margvíslegan jarðveg er að finna milli vínekra. Það er ákveðin kúnst að tefla saman þrúgum og jarðvegi og þar komu konurnar sterkar inn, ef svo má segja. Joan segir svo frá: „Jarðvegurinn er mikilvægt atriði þegar kemur að því að ákveða hvaða tegund þrúgna skal gróðursetja hvar. Við greinum jarðveginn en teljum loftslagið jafnvel ennþá mikilvægara. Hitastig, með tilliti til hæðar yfir sjávarmáli og nálægð við hafið, sólarljós, magn regnvatns – þetta eru allt gríðarlega mikilvæg atriði. Með tilliti til jarðvegs og loftslags veljum við þær þrúgur sem henta og passa best á hverjum stað. Þannig hámörkum við gæði vínviðarins og uppskerum í kjölfarið vín með ákveðinn karakter.”

 

 

 

Í framhaldinu lýsir Joan því hversu mikilvægt mikilvæg valdefling kvenna hefur reynst vínhúsi Parés Baltà, en með því hefur húsið skapað sér ákveðna sérstöðu.

Konur eru einfaldlega ómissandi þáttur í vegengni vínhússins. Síðan þær Marta og Maria Elena gengu til liðs við okkur í fullt starf árið 2002 hafa þær haft veruleg áhrif á gæði vínanna sem Parés Baltà framleiðir. Þær tóku að sér ýmis smáatriði, innleiddu nýja tækni við framleiðsluna og gæði vínanna urðu samstundis meiri. Árið 2003 kynntu þær 8 ný vín og byggðu framleiðsluna á hinum sérstaka jarðvegi og hinu sérstaka loftslagi sem hver vínekra býr yfir því þær sáu þar möguleika og höfðu tilfinningu fyrir að framleiða mætti góð vín. Í dag, næstum 15 árum seinna, er staðfest að þær höfðu fullkomlega rétt fyrir sér.“

 

 

 

Betur má ef duga skal

Að sögn Joan eru konur í auknum mæli að sækja í sig veðrið í bransa sem oft er rígbundinn í fjötra feðraveldisins, nokkuð sem er að hans sögn bæði þarft og tímabært.

Konur eru í auknum mæli metnar að verðleikum í heimi víngerðarinnar, en ég held samt að það sé langt í land í þeim efnum“. Þegar Maria Elena og Marta lærðu víngerð í háskólanum Rovira i Virgili rétt fyrir síðustu aldamót var rúmur helmingur nemendanna konur. Í dag, 20 árum seinna, eru fáar þeirra starfandi sem víngerðarmenn í fullu starfi og hafa fæstar ákvörðunarvald innan sinna víngerða. Margar þeirra eru aðstoðarmenn karlkyns víngerðarmanna, eða þá þær starfa í rannsóknarstofum eða við sölu hjá birgjum sem þjónusta víngerðarhúsin með hluti á borð við tunnur, tappa, flöskur, víngerðarbúnað, hugbúnað og þessháttar.

 

 

 

Hin náttúrulega sérstaða 

Það er kunnara en frá þurfi að segja að samkeppnisumhverfi Parés Baltà í heimi hágæðavína er óvægið og sífellt verður erfiðara að skapa sér sérstöðu á markaði. Hvernig sér Joan fyrir sér að Parés Baltà nái helst að skera sig úr samkeppninni? Hann svarar án þess að hugsa sig um.

Við höfum verið í fararbroddi hvað hvað varðar lífræna og náttúrulega ræktun á Spáni og það mun skapa okkur ákveðna aðgreiningu á markaði í einhver ár enn. En okkur samkeppnisforskot hefur alltaf verið nýsköpun í öllu sem tengist víni, bæði ræktuninni, víngerðinni og fleira. Það mun ekkert breytast.”

Vín frá Parés Baltà

Pares Balta Blanc de Pacs

3,5starPB-BLANC-DE-PACS-200x700

 

 

Pares Balta Ros De Pacs

3,5starros-de-pacs

 

Dominio Romano Camino

5starcamino-150x680

 

 

Við mælum með að lesa um þegar Marta Rún frá Femme.is heimsótti Parés Baltà á dögunum

Að auki mælum við með fylltum kjúklingabringum með Pares Balta Blanc de Pacs en uppskriftina má finna hér

Share Post