Vín og súlfít

Sumir vilja meina að það sé ekki nóg að vínviðurinn sé uppræktaður samkvæmt lífrænumviðmiðum til að endanlega vínið teljist lífrænt, heldur verði vínið að vera alfarið laust við það sem kallast súlfít. Um þetta ríkir hins vegar ekki almenn sátt. Súlfít (öðru nafni brennisteins-díoxíð) er notað sem geymsluefni í víni, enda felur það í sér öfluga vörn gegn örverum og spornar einnig við oxun (sem gerir vínið rauðbrúnt með tímanum). Í dag er hins vegar svo komið að framleiðendur eru margir hverjir komnir upp á lag með að takmarka súlfít í víninu við þau sem verða náttúrulega til við gerjunina, og bæta þar af leiðandi engum frekari súlfítum við. Þess utan telja flestir kostir súlfíta við framleiðslu og geymslu víns vega mun þyngra en gallana – ef þeir eru þá einhverjir.

Share Post