Hið fullkomna Lasagna

Uppskrift: Marta Rún Ársælsdóttir

Hráefni fyrir kjötsósuna:

1 pakki nautahakk

2 lárviðarlauf

1 laukur

1/2 glas rauðvín

3 dósir hakkaðir tómatar

2 msk tómatpúrra

Fersk basilika

Aðferð:

Steikið hakkið létt á pönnu ásamt lárviðarlaufunum.

Hellið hálfu glasi af rauðvíni út á pönnuna og látið malla saman í nokkrar mínútur.

Skerið laukinn smátt og blandið honum út á pönnuna ásamt hökkuðum tómötum pg tómatpúrru.

Setið lúku af basiliku útí hakkið og látið malla saman í klukkutíma því lengur því betra.

Hráefni fyrir hvítu sósuna:

50 g smjör

40 g hveiti

1/2 lítri mjólk

50 g parmesan ostur

salt og pipar

smá múskat

Aðferð:

Bræðið smjör á lágum hita og bætið hveitinu útí smjörið og hrærið saman.

Bætið mjólk, parmesan osti, salti, pipar og múskati saman við og hrærið í um 10 mínútur þá ætti sósan að vera tilbúin.

 

 

Annað hráefni:

Lasagna plötur

Rifinn parmesan ostur

3 ferskar mozzarella kúlur

 

Aðferð:

Byrjið á að setja kjötsósuna í botninn á mótinu.

Hellið hvítu sósunni yfir hakkið.

Rífið parmesan ost og mozzarella ost yfir og lasagna plötu ofan á.

Endurtakið ferlið þangað til að mótið er orðið fullt en endið á kjötsósunni.

Leggið álpappír yfir og bakið í ofni í 35 mínútur á 180°.

bætið rifnum osti yfir síðustu 10 mínúturnar eða þangað til að osturinn hefur brúnast.

Vinó mælir með Melini Chianti Governo All‘uso Toscano með þessum rétt.

 

Fallega rúbinrautt á lit, meðalfylling, sætuvottur, fersk sýra, lítil tannín. Jarðarber, lyng og kirsuber.

 

Víngarðurinn Vín og Fleira segir;

Það er alltaf gaman að fá gott Chianti-vín og sérstaklega þegar þau eru vel prísuð en þetta hér fær eiginlega hálfa stjörnu í viðbót fyrir frábært verð á svona góðu víni. Það hefur meðaldjúpan rúbínrauðan lit og meðalopna og dæmigerða angan af kirsuberjum, leðri, beiskum möndlum, lakkrís, sultuðum krækiberjum, þurrkuðum appelsínuberki, og jörð. Það er meðalbragðmikið og þurrt með góða sýru og ágæta fyllingu en tannínin eru ögn hrjúf sem dregur það pínulítið niður. Þarna eru kirsuber, krækiberjahlaup, lakkrís, kakó, þurrkaðar fíkjur og jörð. Dæmigert og fínt vín þótt það sé kannski ekki það flóknasta og þykkasta sem hægt er að finna, en þessvegna er kannski auðveldara að finna mat sem stendur með því. Allskonar ítalskur matur klikkar ekki td dökkt pasta, hægeldað svínakjöt og lamb. Verð kr. 2.299.- Frábær kaup.

 

Share Post