Skref fyrir skref hvernig búa á til kampavínsturn

1.  Byrjaðu að ákveða hæðina á turninum þínum (stöðin ætti að vera ferningur, þ.e. 4 x 4, 3 x 3) og finndu út hversu mörg glös þú þarft. Það er mjög mikilvægt að öll glösin séu nákvæmlega eins annars rennur freyðivínið ekki almennilega niður turninn.

2. Gakktu úr skugga um að þú hafir traust borð sem er á jafnsléttum flöt. Ef þú ert með bakka sem er nógu stór þá er sniðugt að setja hann undir borðið ef eitthvað sullast.

3. Byrjið að reisa turninn. Eins og ég sagði þarftu að byrja með ferning. Hvert glas skal snerta öll önnur glös í kring. Svo er það að raða upp, botninn af hverju glasi þarf að vera staðsett þar sem miðju gatið myndast við glösin að neðan til að tryggja að kampavínið muni renna frá einu glasi til hins næsta.

4. Haltu áfram að byggja turninn þangað til það er eitt glas á toppnum.

5. Vertu viss um að þú eigir nóg af sömu tegund af freyðivíni til að fylla í öll glös og passaðu að hella rólega í jöfnum straumi.
6.  Vertu tilbúin með myndavélina og snappið, hellið og skálið!

Greinina má finna á ensku hér.

 

Share Post