Freyðivíns sorbet kokteill

Uppskrift Marta Rún Femme 

Prosecco floats eins og þetta er stundum kallað. Þegar ég vann á ítölskum veitingastað í New York þá var þessi drykkur oft búin til eftir vakt.

Þú velur þér þann sorbet ís sem þér finnst góður eins og sítrónu, jarðaberja eða hvað sem er.

 

raspberry_pink_champagne_floats_2_of_17
Setur eina stóra kúlu eða nokkrar litlar af ís í botninn á vínglasi og hellir svo freyðivíni yfir.
Þessi drykkur er fullkomin sem góður sumarkokteill eða fullorðins eftirréttur á meðan börnin fá bara ís.

prosecco_floats_I_howsweeteats.com_16

Hér á myndinni er til dæmis hindberja og sítrónu:

prosecco_floats_I_howsweeteats.com_2

Hindberja með bleiku freyðivíni:

raspberry_pink_champagne_floats_8_of_17

 

Þá er það bara að hoppa í næstu ísbúð og gera allt tilbúð fyrir góða veðrið um helgina.

Vinó mælir með Lamberti Prosecco. Léttur og leikandi, þægilegt í munni og fersk sýra. Ljúffengt freyðivín sem passar fullkomlega í þennan sumarlega drykk.

Sjá nánar um hvar vínið fæst hér.

Njótið!

Share Post