Adobe Cabernet Sauvignon Reserva 2014

3,5star

Adobe Cabernet Sauvignon

Lýsing: Meðalfylling, ósætt, fersk sýra, miðlungstannín. Dökk ber, sólber, krydd, eik.

Passar vel með: Nautakjöti, lambakjöti og grilluðu kjöti.

Vinotek segir:

Adobe eru lífrænt ræktuð vín frá vínhúsinu Santa Emiliana í Chile, einum stærsta framleiðanda lífrænt ræktaðra vína í heiminum. Hér kíkjum við á Reserva-vínið úr þrúgunni Cabernet Sauvignon.Bjartur og léttkryddaður sólberjaávöxtur, bláber mild kaffibaunangan í nefi, mjúkt í munni, þægilegt, mjúk tannín. 1.999 krónur. Mjög góð kaup.

 

Share Post