Adobe Carmenere Reserva 2015

Vinotek segir;

Vínhúsið Emiliana í Chile sem framleiðir Adobe-línuna er eitt af helstu vínhúsum heims þegar kemur að framleiðslu lífrænt ræktaðra vína. Carmenere er upphaflega frönsk þrúga, nánar tiltekið frá suðvesturhluta landsins í kringum Bordeaux. Í dag er hana hins vegar fyrst og fremst að finna í Chile.Vínið hefur ungan blæ yfir sér, dökkfjólubátt á lit, angan af sætum og krydduðum ávexti, bláber og kirsuber, í nefi einnig dökkt súkkulaði og krydd, svolítið piprað, í munni þykkt, sætur og mjúkur ávöxtur, mild tannín. 1.999 krónur. Frábær kaup. Vín með grillinu.

Share Post