Emiliana Brut Organic

 

Vinotek segir;

Vínhúsið Emiliana í Chile er einn helsti ræktandi lífrænna vína og freyðivínið Brut Organic mun vera fyrsta freyðivínið frá Chile sem gert er úr lífrænt ræktuðum þrúgum. Þær koma frá Casablanca-héraðinu og notaðar eru Pinot Noir og Chardonnay líkt og í klassískum kampavínum og stuðst við Charmat-aðferðina í kolsýrugerjuninni. Ljóst og fallegt á lit, freyðir þétt og fallega, angan fersk, græn og gul epli, einnig vottur af suðrænni ávöxtum, milt, létt, þurrt og þægilegt. 2.199 krónur. Mjög góð kaup, fínasta freyðivín fyrir verð. Sem fordrykkur eða veisludrykkur.

 

Share Post