Laurent Miquel L‘Artisan Chardonnay 2014

3,5star

Laurent Miquel L'Artisan Chardonnay

Vinotek segir:

Suður-franska vínhúsið Laurent Miquel hóf sögu sína árið 1791 þegar Miquel-fjölskyldan keypti eignina Cazal Viel í Languedoc sem hafði verið gerð upptæk nokkrum árum áður í frönsku byltingunni líkt og aðrar eignir í eigu kirkjunnar. Hún ræktar nú vín víða í Languedoc og vínin í L’Artisan línunni koma frá nokkrum AOC-svæðum.

L’Artisan Chardonnay er milt og þægilegt hvítvín, sítrus, græn epli, melóna og vanilla úr eikinni en vínið hefur legið tæpt hálft ár á tunnu. Í munni þurrt, eikin skýr og ávöxturinn tær, ferskt. 2.299 krónur. Mjög góð kaup.

Share Post