Vicar‘s Choice Pinot Gris

4star

VC pinot gris

Passar vel með: Fisk, kjúkling og grillmat.

Lýsing: Ljóssítrónugrænt. Suðrænn ávöxtur, sítrus, blóm, lichee. Meðalfylling, þurrt, ferskt.

 

Víngarðurinn Vín og fleira segir; 

Þótt Nýja-Sjáland sé þekkt fyrir afar brakandi hvítvín úr þrúgunni Sauvignon Blanc (ég skrifaði síðast um Vicar’s Choice Sauvignon Blanc 2013 ****) eru einnig gerð þarna fjöldin allur af öðrum gæða-hvítvínum sem upprunin eru af kaldari svæðum Evrópu, einsog td Riesling, Chardonnay og Pinot Gris. Þetta vín sækir einmitt stílinn til Alsace í Frakklandi þótt það sé kannski ekki alveg jafn mjúkt og feitt og það frá Willm. Það hefur ljósan, strágylltan lit með grábleikri slikju og meðalopna, sætkennda angan þar sem finna má hvít blóm, hunang, peru, niðursoðinn ávaxtakokteil, sæta sítrónu, læm og lyche. Í munni er það meðalbragðmikið og þétt með góða sýru og fínustu lengd. Það er holdmikið einsog maður býst við af alsöskum Pinot Gris og inniheldur glefsur af peru, hunangi, sætri sítrónu, niðursoðnum ávöxtum, mjólkurfitu og mandarínum. Afar vel gert og aðgengilegt hvítvín sem fer vel með allskonar mat: asískum, krydduðum mat, ljósu fuglakjöti, feitu pasta, salötum, bökum og ostum.

 

Share Post