The Hess Collection 19 Block Cuvée 2014
Vinotek segir;
Mount Veeder er svæði innan Napa Valley í Kaliforníu sem hefur verið skilgreint sem sérstakt AVA-svæði sem er útgáfa þeirra Bandaríkjamanna af eins konar „appelation“-kerfi líkt og í Frakklandi. Veeder er í Mayacamas-fjöllunum og þetta eru með hæstu ekrum Napa yfir sjávarmáli þar sem kalt loft frá San Francisco-flóa nær að kæla ekrurnar vel á nóttunni. 19 Block Cuvée frá Hess er sérstök blanda úr Malbec, Syrah og Cabernet Sauvignon og þetta er ansi hreint sérstakt vín. Það einkennist fyrst og fremst af einstakri silkimjúkri mýkt, þar sem sæt karamella, vanillubúðingur, ávaxta hlaup, þroskaðar plómur og krydd, kanislstöng og kardimomma, renna saman í unaðslega heild, svolítið dekadent, algjört sælgæti en samt þurrt og mikið, margslungið og djúpt. 4.699 krónur. Frábært vín. Sérpöntun. Með lambi eða önd