Vidal Fleury Crozes Hermitage 2014
Vinotek segir;
„Svæðið Crozes-Hermitage er að finna í kringum þorpi Tain l’Hermitage og sjálfa Hermitage-hæðina sem mynda eina af þekktustu vínekrum Frakklands. Þótt þessi vín ná aldrei sömu hæðum og sjálf Hermitage-vínin geta þau orðið glettilega góð hjá bestu vínhúsunum og kosta þar að auki einungis brot af því sem leggja þarf út fyrir flösku af góðu Hermitage.
Vidal-Fleury er elsta vínhús Rhone og í eigu þess sem nú telst hið besta á svæðinu, E. Guigal. Á þessum slóðum er það bara ein þrúga sem skiptir máli, nefnilega Syrah, enda er þetta hennar heimavöllur þótt hana megi nú finna um allan heim.
Vínið er dökkt, út í fjólublátt og í nefinu nokkuð kryddað, piprað, ávöxturinn dökk ber, sólber og skógarber, uppbyggingin þétt og fín, kröftug tannín, fersk og fín sýra. Það má alveg umhella þessu víni 1-2 klukkustundum áður en það er borið fram.
3.399 krónur. Frábær kaup, hörkuvín með grilluðum lambakótilettum eða lambafile.“