Hess Select Chardonnay 2015

 

Víngarðurinn segir;

Ég minntist á Hess-samsteypuna í síðustu færslum hérna í Víngarðinum og nefndi að hún eigi rætur sínar í Kaliforníu. Þetta Chardonnay-vín er einmitt úr ranni Hess-samsteypunnar og einmitt upprunnið í Kaliforníu. Frá Monterey, nánar tiltekið.

Það hefur gylltan lit og meðalopna dæmigerða angan af suðrænum Chardonnay. Þarna eru meðal annars ananas, eplabaka, steinaávextir, smjör, hunang, sætur sítrus og jarvegur sem minnir á blautan stein. Það er meðalfyllt í munni með ágæta sýru (sem ég myndi ekki gráta þótt hún væri pínulítið meiri) og keim af sætum sítrus, ananas, soðnum eplum, hunangi og mjólkurfitu. Þetta er vel gert og áferðarfallegt vín, dálítið mettað af maló-laktískri gerjun en er fínt með léttum forrétum, fiski og einhverju ljósu fuglakjöti.

Verð kr. 2.699.- Góð kaup.

Share Post