Cune Monopole
Víngarðurinn segir;
Hvít Rioja-vín eru auðvitað ekki eins þekkt og þau rauðu þótt menn hafi gert jöfnum höndum rauð-, hvít- og rósavín á þessum slóðum í margar aldir. Það má þó segja að upplagi henti Rioja betur til að gera rauðvín en þarna hafa þó verið ræktaðar hvítar (eða gulgrænar) þrúgur frá fornu fari og þá aðallega Viura og Malvasia. Nú á síðari árum hafa einnig alþjóðlegar þrúgur einsog Chardonnay og Sauvignon Blanc verið leyfðar til íblöndunnar sem á víst að hleypa nýju lífi í hvítvínsgerð svæðisins. Þetta vín er hinsvegar 100% úr þrúgunni Viura og er bara býsna ferskt og gott.
Það er ljós strágyllt að lit og hefur meðalopna og ferska angan af hvítum blómum, sítrónu, ferskri peru, ananas, greipaldini og lítilsháttar steinefnum. Það er meðalbragðmikið, ferskt og létt með góða sýru í munni og fínasta jafnvægi þótt þetta sé hreint ekki flókið vín. Þarna eru sítrónur, læm, pera, anans og steinefni. Fínasta sumarvín sem gott með léttum forréttum, bökum, salötum og svo bara eitt og sér.
Verð kr. 2.299.- Mjög góð kaup