Vicar’s Choice Sauvignon Blanc Bubbles 2013
Vinotek segir;
Nýsjálendingar eru snillingar í ræktun á Loire-þrúgunni Sauvignon Blanc og eitt besta ræktunarsvæðið er Marlborough á norðurströnd Suðureyjunnar. Andfætlingar taka sjálfa sig yfirleitt ekki of hátíðlega og Bubbles-heitið er til marks um það hér, þetta er hins vegar freyðivín sem er þess virði að taka alvarlega, þó svo að það sé ekki flöskugerjað. Eins og önnur nýsjálensk vín kemur það með skrúfuðum tappa – sérhönnuðum fyrir freyðivín – það er fölt á lit með ferskri, líflegri og sítrusmikilli angan, þarna má líka greina smá kex og ger, hefur fína fyllingu og kolsýran er þægileg.
2.499 krónur. Yndislegt og athyglisvert freyðivín, frábær kaup.