Pönnupizza
Uppskrift: Linda Ben
Pizzadeig:
- 1 kg hveiti (mér finnst gott að blanda saman 60/40 hveiti og heilhveiti)
- 12 g þurrger (einn poki)
- 650 ml volgt vatn
- ½ dl ólífu olía frá Filippo Berio
- 1 msk sykur
- 1 tsk salt
Pizzasósa:
- 1 dós niðursoðnir hakkaðir tómatar
- 4 hvítlauksgeirar
- 2 msk ólífu olía
- 1 msk ólífu olía frá Filippo Berio
- 1 tsk balsamik vinegar
- ¾ tsk salt
- Svartur pipar eftir smekk
Álegg:
- 2 stórar mozarella kúlur
- Chorizo (u.þ.b. 16 sneiðar)
- 1 elduð kjúklingabringa
- ¼ rauðlaukur
- u.þ.b. 30 stk grænar ólífur með steini
- ½ rauð paprika
- ½ tsk þurrkað oreganó
- Salt og pipar
- Hvítlauksolía (2 hvítlauksgeirar skornir smátt ofan í 1 dl Filippo Berio ólífu olíu)
- Parmesan ostur
Aðferð:
- Byrjið á því að útbúa deigið með því að setja ger og sykur út í volgt vatn. Hrærið því svo saman við hveitið ásamt ólífu olíu, hnoðið deigið í dálitla stund. Deigið á að verða klístrað án þess að það límist við puttana og gefa vel eftir, sé potað í það. Látið það hefast á volgum stað þangað til það hefur um það bil tvöfaldast í stærð.
- Kveikið á ofninum og stillið á 220ºC.
- Útbúið sósuna með því að setja öll sósu innihaldsefnin í blandara og blandið vel saman, smakkið til með kryddunum.
- Skiptið pizzadeiginu í tvo hluta. Smyrjið steipujárns pönnu vel með ólífu olíu. Setjið annan hlutan af deiginu ofan í pönnuna og fletjið það út með því að þrýsta því vel út í alla kanta, deigið má endilega ná svolítið upp á hliðar pönnunnar.
- Næst setjiði vel af sósu á pizzuna, skerið mozarella kúlur í sneiðar (líka hægt að rífa hana bara), skerið rauðlaukinn í sneiðar og dreifið helmingnum af honum yfir. Setjið u.þ.b. 8 sneiðar chorizo á pizzuna og rífið helminginn af kjúklingabringunni yfir. Skerið paprikuna smátt niður og setjið helminginn yfir ásamt nokkrum ólífum. Kryddið með oreganó, salti og pipar.
- Bakið inn í ofni í neðstu stöðu, í um það bil 20 mín eða þangað til botninn er bakaður í gegn og osturinn gullin.
- Dreifið hvítlauksolíu yfir, eftir smekk og rífið parmesan ost yfir.
- Endurtakið ferlið fyrir hinn helminginn af pizzadeiginu.
Vinó mælir með Ramon Roqueta Reserva með þessum rétt.