Trönuberja Mule
Uppskrift: Karen Guðmunds
Hráefni
- Trönuberja appelsínusíróp (heimatilbúið)Þ
- 1 ½ bolli vatn
- 1 ½ bolli ferskt trönuber (hægt að nota frosin líka)
- 2 msk appelsínusafi
- 1 msk síróp
Trönuberja Mule
- 2 skot af Trönuberja appelsínusírópi
- 1 vodkaskot (Russian Standard Vodka)
- Klakar
- Fylla uppí með Engiferbjór
- Skreyta með appelsínu, ferskum trönuberjum og rosemary.
Aðferð
- Blandið saman vatni, trönuberjum, appelsínusafa og síróp í pott og hitið á háum hita. Þegar það byrjar að sjóða í blöndunni, lækkið hitann niður í miðlungsháan hita og leyfið að malla í pottinum í 15 mínútur.
- Setjið trönuberja síróps blönduna í lokað glerílát og kælið inn í ísskáp í minnst 30 mínútur.
- Í fallegt ál Moscow mule glas, setjið eina appelsínusneið og handfylli af ferskum trönuberjum, og kremjið niður ávextina til að fá safa og auka bragð í drykkinn. Fyllið glasið síðan af klökum, bætið einu vodka skoti, 2 skotum af trönuberja appelsínu sírópi sem þið voruð að búa til og hrærið drykkinn vel saman.
- Fyllið uppí með engiferbjór.
- Toppið með ferskum trönuberjum, appelsínusneið og rósmarín.