Heitt súkkulaði með bourbon fyrir aðventuna
Hráefni
• 2 bollar mjólk
• 2 msk sykur
• 1 ½ msk kakó
• 3cl Jim Beam Black
• Þeyttur rjómi
Aðferð
- Yfir miðlungsháum hita, blandið saman mjólk, sykri, kakódufti, þar til það hefur hitnað í gegn og byrjar að malla, leyfið að malla í 2-3 mínútur. Lækkið þá í hitanum og hrærið Jim Beam Black bourbon útí súkkulaðiblönduna.
- Fyllið svo upp með þeyttum rjóma og skreytið með súkkulaði spæni
Einnig er frábært og mjög einfalt að bjóða uppá Jim Beam Black beint á klaka og bera hann fram með piparkökunum og/eða konfektinu.