Bestu vínin með hátíðarmatnum

Jæja, þá er alveg að bresta á jólahátíðinni í öllu sínu veldi. Ef að líkum lætur er undirbúningur á lokastigi, jólatréð skreytt, gjafir komnar í jólapappír og maturinn ákveðinn, ef ekki keyptur nú þegar. Veislurétturinn á aðfangadag er oftast bundinn hefð á hverju heimili, enda er það stór hluti hinnar hátíðlegu stemningar. Öðru máli gegnir með vínið fyrir veisluna – hvað eigum við að bera fram með steikinni í ár? Það fer alveg eftir því hver steikin er. Stundum er valið borðleggjandi og blasir við, og stundum er hin mesta ráðgáta að velja vínið

Willm Pinot Gris Reserve 2016

 

Fallega ljósgullið á lit með aðlaðandi ávaxtakeim í nefi. Vottur af hunangi, melónum og keimur af reyktum við kemur við sögu. Vín með mikla fyllingu og hunangskennt með ríkulegan ávöxt sem samsvarar sér frábærlega með hamborgarahryggnum.

Verð 2.499 kr.

Willm Riesling Reserve 2017

Sítrónugult. Létt meðalfylling, ósætt, sýruríkt. Sítrus, ferskjusteinn, blómlegt, steinefni.

Frábært með rækjukokteilnum.

Verð 2.499 kr.

Saint Clair Omaka Chardonnay Reserve 2016

 

Ljóssítrónugult. Meðalfylling, ósætt, fersk sýra. Sítróna, ferskja,vanilla, ger, kókos, ristuð eik. Frábært vín með smjörsteiktum humar.

Verð. 3.299 kr.

Chateau Lamothe Vincent Heritage 2016

Dökkrúbínrautt. Þétt meðalfylling, ósætt, fersk sýra, þétt tannín. Sólber, brómber, lyng, eik. Mjög gott vín með t.d. öndinni. Verð 2.499 kr.

Cune Reserva 2014

Kirsuberjarautt. Meðalfylling, ósætt, fersk sýra, miðlungstannín. Rauð ber, kirsuber, laufkrydd, tunna. Með bestu lamba- og/eða nautasteikinni. Verð 2.699 kr.

Cune Gran Reserva 2012

Dökkkirsuberjarautt. Þétt fylling, ósætt, fersk sýra, miðlungstannín. Kirsuber, eik, barkarkrydd, kakó, Með Wellington nautalundinni. Verð. 3.499 kr.

Imperial Reserva 2014

Dökkrúbínrautt. Þétt fylling, ósætt, fersk sýra, þétt tannín. Kirsuber, sólber, appelsína, laufkrydd, vanilla. Með bestu lamba- og/eða nautasteikinni. Verð 3.999 kr.

Muga Reserva 2012

Kirsuberjarautt. Meðalfylling, ósætt, fersk sýra, miðlungstannín. Dökk skógarber, kirsuber, sveit, skógarbotn, krydd. Frábært vín með nautakjöti, t.d. grilluðu Rib-eye eða T-bone steik. Verð 3.999 kr.

Emiliana Coyam 2015

Dökkrúbínrautt. Þétt fylling, ósætt, fersk sýra, þétt tannín. Sólber, brómber, eik, barkarkrydd.. Frábært vín með villibráðinni.

Roquette & Cazes 2014

Dökkrúbínrautt. Þétt fylling, ósætt, fersk sýra, þétt tannín. Brómber, kirsuber, eik, lyng, vanilla, appelsína. Frábært vín með hreindýrakjöti og Rjúpu. Verð 3.799 kr.

Share Post