Flor de Crasto Branco 2017
Vínótek segir;
Quinta do Crasto er vínhús í Douro-dalnum í Portúgal sem verið hefur í eigu Roquette-fjölskyldunnar í rúma öld. Húsið framleiðir ekki bara portvín heldur einnig einhver bestu borðvín Douro-dalsins. Þekktust eru rauðu vínin en þau hvítu eru líka allar athygli verð. Hvítvínið Flor de Crasto er fölgult á lit, angan þess er mjög parfúmeruð, gul og græn epli, sítróna, þroskað ástaraldin en fyrst og flemst blóm, rósir og krydd, minnir svolítið á Muscat-þrúgunar þótt hún komi hér hvergi nærri, blandan gerð úr þremur portúgölskum þrúgum. Þurrt og ferskt, þægilegt vín.
2.299 krónur. Mjög góð kaup. Með austurlenskum réttum, gjarnan krydduðum.