Cune Crianza 2015
Vínótek segir;
Cune er eitt af þremur vínhúsum innan CVNE (Compania Vinicola del Norte de Espana). Hin tvö heita Vina Real og Contino og öll þrjú hafa sína sérstöðu í Rioja og eru í hópi þeirra bestu í sínum flokki. Cune-vínin hafa verið að nútímavæða stílinn hjá sér síðustu árin og þessi Crianza er ávaxtrík og fersk. Ávöxturinn er rauður, mild berjablanda með örlitlum votti af vanillu og reyk, eikin er ekki í aðalhlutverki heldur ávöxturinn. Það er mjúkt, tannín mjög mild, vínið er ferskt og með miðlungs fyllingu.
2.299 krónur. Mjög góð kaup. Með léttum pastaréttum og ostum.