Grískar kjötbollur með jógúrt sósu og kúskús
Uppskrift: Marta Rún Ársælsdóttir
Hráefni (kjötbollur):
1 pakki nautahakk
¼ bolli brauðrasp
¼ bolli steinselja eða kóríander
½ laukur
1 hvítlauksgeiri
2 msk sítrónusafi ásamt sítrónuberki af einni sítrónu
1 egg
1 tsk oregano
½ tsk cumin
½ fetakubbur rifinn í litla bita
salt og pipar
Hráefni (Tzatziki jógúrt sósa):
1 agúrka (rifin niður með rifjárni)
1 bolli grísk jógúrt
safi úr einni sítrónu
½ tsk dill
½ rifinn hvítlaukur
salt og pipar eftir smekk
Aðferð:
Hitið ofninn á 200°.
Finnið til eldfastmót og bætið við olíu í botninn
Öllum hráefnunum er blandað saman í stórri skál, best er að nota hendurnar og blanda öllu saman, passið samt að
blanda þessu öllu ekki of mikið saman í kjötfass.
Búið til bollur sem eru eins og golfbolti að stærð og raðið þétt upp við hvor aðra í formið með olíunni.
Bakið í ofninum í 15-20 mín, þangað til þær eru farnar að sýna smá lit.
Á meðan bollurnar eru í ofninum getur þú búið til jógúrt sósuna.
Þar blandar þú öllum hráefnunum saman í skál og hún er tilbúin.
Kúskús
Skerðu niður grænmeti sem þú átt til í litla bita. Einnig gott að nota hnetur, ólífur og osta.
Sjóðið það magn af vatni sem þið þurfi með ½ tening af kjúklingakrafti og hellið yfir kúskúsið og látið standa í nokkrar mínútur. Hrærið með gafli og bætið smá olíu útí til að koma í veg fyrir að kúskúsið festist saman.
Bætið grænmetinu sem þið ætlið að nota saman við og saltið og piprið eftir smekk.
Vinó mælir með Pares Balta Mas Metit með þessum rétt.