Silungur í sítrónu, hvítlauks & hvítvínssósu
Uppskrift: Marta Rún Ársælsdóttir
Hráefni:
- 2 silungsflök
- 2 msk ólífuolía
- 1 tsk þurrkað timían
- 1 tsk þurrkuð steinselja
- 1 tsk þurrkað oregano
- 4 hvítlauksgeirar
- 3 msk sítrónusafi
- 2 msk hvítvín
- 2 msk smjör
- 2 msk söxuð steinselja
Aðferð:
- Leggið silunginn í eldfastmót með álpappír undir og hellið olíu yfir ásamt salti og pipar.
- Blandið kryddjurtunum saman og stráið yfir fiskinn.
Bakið í ofni á 180° í 15 mínútur. - Bræðið smjör við lágan hita. Bætið hvítlauk, sítrónusafa og hvítvíni útí og hrærið saman þangað til hvítlaukinn er orðinn mjúkur.
Takið pönnuna af hitanum og bætið við saxaðri steinselju. - Þegar silungurinn er tilbúinn hellið hluta af sósunni yfir fiskinn.
Berið fram með kartöflum, salati og restinni af smjörsósunni.
Vinó mælir með Adobe Reserva Chardonnay með þessum rétt.