Miðjarðarhafskjúklingaréttur á pönnu
Uppskrift: Marta Rún Ársælsdóttir
Hráefni:
- 4 kjúklingabringur
- 2 msk rifinn hvítlaukur
- Salt og pipar
- 1 msk þurrkað oregano
- ½ fl þurrt hvítvín
- 1 sítróna
- ½ bolli kjúklingasoð (1/2 teningur og heitt vatn)
- 1 smátt saxaður rauðlaukur
- 4 smátt skornir tómatar
- 4 msk grænar ólífur í sneiðum
- Handfylli af ferskri steinselju
- ½ fetakubbur
Aðferð:
- Byrjið á því að skera nokkra djúpa skurði í kjúklingabringurnar án þess að skera þær í sundur.
- Setjið kjúklinginn í skál með hvítlauknum, olíu, safa af ½ sítrónu, oregano, 1 msk steinselju, salti og pipar og leyfið því að marinerast í að minnsta kosti klukkutíma.
- Finnið til stóra pönnu, hitið olíuna á miðlungsháum hita. Steikið kjúklinginn á báðum hliðum þangað til hann hefur fengið gullbrúnan lit. Bætið hvítvíninu við og leyfið því að sjóða til helmings. Bætið þá sítrónusafanum og kjúklingakraftinum út í og sjóðið saman aftur til helmings. Setjið lok á pönnuna eða álpappír og látið malla saman í 10-15 mínútur ásamt því að snúa kjúklingum við einu sinni á pönnunni.
- Lækkið vel undir þegar kjúklingurinn er tilbúinn. Dreifið tómötunum, rauðlauknum og ólífunum yfir kjúklinginn og lokið í aðrar 3 mínútur rétt til að hita. Stráið steinselju og rifinn fetaost yfir réttinn ásamt svörtum pipar.
Vinó mælir með Pares Balta Blanc De Pacs með þessum rétt.