Smáborgarar
Hráefni fyrir brauðið
325g hveiti
16cl mjólk
1 lítið egg
15g smjör
1 msk. hunang
12g ferskt ger
½ tsk. salt
2 msk. sesamfræ
1 eggjarauða fyrir gljáa
Annað hráefni
200g nautahakk
Ostasneiðar fyrir hvern borgara
30g smjör
Súr gúrka, tómatsósa, majónes, salt og pipar
Aðferð fyrir brauðið
Settu hveiti í skál og blandaðu salti, hunangi og eggi saman við. Leystu gerið upp í volgri mjólk og bættu því út í skálina.
Bættu smjöri saman við og blandaðu saman og svo mjólkinni. Hnoðaðu deigið þangað til að það er orðið mjúkt. Búðu til rúllu úr deiginu og geymdu það undir þvottastykki þangað til að það hefur tvöfaldað stærð sína.
Búðu til litlar kúlur úr deiginu, skelltu þeim á ofnskúffu með bökunarpappír og penslaðu þær með eggjarauðunni og settu smá sesam fræ ofan á. Leyfðu kúlunum að liggja undir heitu þvottastykki í aðrar 30 mínútur.
Bakaðu brauðið í 10 mínútur í 200°C heitum ofni.
Aðferð fyrir hamborgarana
Kryddaðu hakki og búðu til litlar bollur og steiktu á pönnu með smjöri og settu smá ost sneið ofan á.
Skerðu brauðið til helminga þegar það hefur kólnað.
Settu tómatsósu, majónes og súrar gúrkur á annan helminginn á brauðinu, hamborgarakjötið ofaná og lokaðu svo borgaranum með hinum helming brauðsins.