Ný vín í Vínbúðinni

Í hverjum mánuði koma ný vín til reynslusölu í Vínbúðunum í Kringlunni, Heiðrúni, Skútuvogi og Hafnarfirði. Fyrir ykkur sem hafið gaman að því að breyta til og prófa ný vín mælum við með að þið prófið þessi neðan greindu vín, en þau voru einmitt að byrja í reynslusölu Vínbúðanna í byrjun mánaðarins.

 

 

Ramon Roqueta Macabeo Chardonnay

Bragðlýsing:  Föllímónugrænt. Meðalfylling, ósætt, fersk sýra. Sítróna, stjörnuávöxtur, létt eik, steinefni.

Styrkleiki: 12,5%

Land: Spánn

Hérað: Katalónía

Framleiðandi: Bodegas 1898 S.L.

Þrúga: Viura

Verð: 1.899 kr.

Passar með: Meðalfyllt vín sem hentar best sem matarvín. Mjög gott með fiskréttum, skelfiski, ljósu kjöti og pasta.

 

 

Crin Roja Macabeo

Bragðlýsing:  Ljóssítrónugult. Létt fylling, ósætt, fersk sýra. Stjörnuávöxtur, hvít blóm, olía, steinefni.

Styrkleiki: 12%

Land: Spánn

Upprunastaður: Castilla

Framleiðandi: Vinicola Del Pais S.A.

Þrúga: Viura

Verð: 1.599 kr.

Passar með:. Hér er um að ræða vín sem henta vel í móttökur og léttan pinnamat. Þetta vín er gott með grænmetisréttum og léttari mat.

 

 

Cune Roble Ribera del Duero

Bragðlýsing:  Kirsuberjarautt. Þétt fylling, ósætt, fersk sýra, þétt tannín. Skógarber, plóma, krydd, eik.

Styrkleiki: 14%

Árgangur: 2016

Land: Spánn

Framleiðandi: CVNE

Þrúga: Tempranillo

Verð: 2.499 kr.

Passar með: Hér er um að ræða kröftugt vín, með þéttu berjabragði og nokkuð tannískt. Vín sem passar vel með nautakjöti, villibráð, pottréttum og hörðum ostum.

 

 

Willm Gewurztraminer Grand Cru Kirchberg de Barr Clos Gaensbroennel

Bragðlýsing:  Sítrónugult. Þétt fylling, smásætt, sýruríkt. Apríkósa, sveppir, hunang, tunna, blómlegt.

Styrkleiki: 13,5% vol

Land: Frakkland

Upprunastaður: Alsace Grand Cru AC

Framleiðandi: Willm

Þrúga: Gewurztraminer

Verð: 3.899 kr.

Passar með: Þetta vín eru kröftugt með ristuðum eikartónum og þéttum ávexti. Hér erum við að tala um vín sem hentar með bragðmeiri mat svo sem feitum fiski, kjúkling, kalkún, humar og jafnvel svínakjöti.

 

 

 

Willm Riesling  Grand Cru Kirchberg de Barr

Bragðlýsing:  Ljóslímónugrænt. Létt meðalfylling, ósætt, sýruríkt. Epli, vínber, olíutónar, ger.

Styrkleiki: 12,5% vol

Land: Frakkland

Upprunastaður: Alsace Grand Cru AC

Framleiðandi: Willm

Þrúga: Riesling

Verð: 3.499 kr.

Passar með: Meðalfyllt vín sem hentar best sem matarvín. Gott vín með fiskréttum, skelfiski, ljósu kjöti og pasta.

 

Schmetterling Riesling

Bragðlýsing:  Ljóslímónugrænt. Létt fylling, hálfsætt, fersk sýra. Græn epli, pera, vínber, sveppir.

Styrkleiki: 8,5 %

Land: Þýskaland

Upprunastaður: Nahe

Framleiðandi: Winkellerei Klostor

Þrúga: Riesling

Verð: 1.499 kr.

Passar með: Hér er um að ræða vín sem henta vel í móttökur og léttan pinnamat. Þetta vín er gott með grænmetisréttum og léttari mat.

Post Tags
Share Post