Sæmundur í Lopapeysunni / Smells Kinda Fishy

 

Uppskrift:

5 cl Jim Beam Double Oak infuserað með kakónibbum með frá Níkaragva

11 cl Hvannarsýróp úr villtri Hvönn, sykri og mysu

2 cl Sítrónusafi

3 cl Eggjahvíta

Allt hrist og sett í Iittala glas með límmiðanum á auk lopapeysu.

Skreytt með sýrðri hvönn, ferskum hvannarstilk sem rör og poppuðu þorskroði sem skal vera bragðbætt með kakónibbudufti og sykri.

Innblástur:

Land og sjór, saga og menning. Af landinu höfum við villta hvönn. Úr sjónum höfum við fiskroð. Saga þjóðarinnar væri engin ef ullin af kindum okkar væri ekki með. Í ferðamenningu okkar er áfengisdrykkja og súkkulaðiát.
Höfundur: Haukur Smári Gíslason barþjónn á Flóra Garden Bistro lenti í 4-6. sæti Kokteilkeppni 2019 með þessum drykk!