An Apple a Day
Uppskrift:
40ml Jim Beam
20ml íslenskt rifsberjavín.
10ml heimagert íslenskt furuköngla-síróp
30ml nýkreistur ferskur eplasafi
Kokteillinn er hristur og borinn fram í kældu glasi. Skreyttur með þurrkaðri eplasneið.
Innblástur:
Þegar ég hugsa um það sem er sérlega íslenskt að gera, er eitt af því að vera nýtinn og nýta þá allt það sem náttúran býður upp á. Öldum saman hafa Íslendingar lifað með náttúrunni og því sem hún býður upp á.
Náttúran gaf Íslandi hákarl, Íslendingar kæstu hann til þess að geta boðað hann. Á Íslandi er ekki mikið um tré, en einhver af þeim fáu sem eru hér gefa af sér furukönglana sem ég notaði. Ísland gefur líka af sér kindur, Íslendingar nota allan skrokkinn frá toppi til táar. Það sem náttúran gefur Íslandi ekki, finna Íslendingar leiðir til að útvega sér. Þess vegna, í staðinn fyrir að nota sítrónu eða lime fyrir sýru, þá notaði ég nýkreistan safa úr grænu epli til að ná drykknum saman. Ég notaði smá af rifsberjavíni úr íslenskum rifsberjum. Þau bæta við sætu og sýru og kemur víninu á hærra plan. Drykkurinn er alíslenskur fyrir utan Jim Beam viskíið auðvitað.
Siggi C. Strarup Sigurðsson barþjónn á Mat Bar blandaði þennan kokteil á Kokteilakeppni Jim Beam 2019 og lenti í 4-6 sæti.