Willm Grand Cru Kirchberg de Barr Riesling 2016
Víngarðurinn segir;
„Eina hvítvínið sem lendir í úrtakinu í dag er hreint og beint frábær Grand Cru Riesling frá Alsace. Um daginn tók ég fyrir annað Grand Gru-vín frá Willm, Pinot Gris 2015 (****+) en þetta vín hér er enn betra.
Það er strágyllt að lit með rétt rétt ríflega meðalopna angan sem er mjög dæmigerð fyrir stóran Riesling frá Alsace þar sem finna má bökuð epli, sítrónugras, læmlauf, perubrjóstsykur, kandís, kerfil og þurrkaða ávexti og utanum þetta allt er þessi sérstaki, olíukenndi steinefnatónn sem er einn helsti greiningarlykill á þessari mögnuðu þrúgu. Það er svo ríflega meðalbragðmikið, þurrt og sýruríkt með afar gott jafnvægi á milli sýru og ávaxtar. Þarna má finna sítrónur, græn epli, perusbrjóstsykur, læm, grænar kryddjurtir og olíkennd steinefni. Bæði þurrt og ávaxtaríkt í senn og að sama skapi bæði feitt og rismikið. Hafið þetta með allskonar forréttum, kæfum, fiskréttum og kalkún.Verð kr. 3.499.- Frábær kaup“.