Pasta með smjörsteiktum sveppum
Uppskrift: Marta Rún Ársælsdóttir
Hráefni:
2 hvítlauksgeirar
¼ rauður chilli
200 g af blönduðum sveppum
150 g grænmetiskraftur eða sveppakraftur
200 g ferskt pasta, tagliatelle
8-10 litlir tómatar
1 lúka smátt söxuð fersk steinselja
Ólífuolía
Salt & pipar
Parmesan ostur
Aðferð:
Skerið hvítlaukinn, chillipipar og sveppi smátt.
Hitið 2 msk af ólífuolíu á miðlungshita á pönnu. Steikið hvítlaukinn, chilli piparinn og sveppina í 4 mínútur og saltið og piprið.
Bætið grænmetiskraftinum við og steikið í 5 mínútur þangað til að sveppirnir eru orðnir mjúkir og krafturinn hefur helmingast.
Á meðan sveppirnir eru að steikjast ,sjóðið pastað eftir leiðbeiningum. Skerið tómatana til helminga og saxið steinseljuna. Bætið pastanu útá pönnuna og blandið öllu vel saman.
Bætið smá pastavatni við ef það vantar vökva. Bætið tómötunum og steinseljunni út í lokinn og berið fram með parmesan osti og svörtum pipar.
Vinó mælir með Cune Reserva með þessum rétt.