Pagos del Galir Mencia 2017
Vinotek segir;
„Galisía er ólík flestum öðrum spænskum héruðum, grænt og veðurbarið þar sem það snýr út af Atlantshafinu, norður af Portúgal. Þekktustu vín Galisíu eru Albarino-hvítvínin frá vínhéraðinu Rias Baixas, en það eru líka ræktuð vín á öðru svæði sem að við höfum ekki séð mikið af, nefnilega Valdeorras. Þar er vínhúsið Virgen del Galir að finna, í þorpinu Entoma á lokaspretti Jakobsvegsins. Þar rennur áin Galir í gegnum dal og víðs vegar í hlíðunum á vínhúsið eina 20 hektara af ekrum. Þrúgan í þessu rauðvíni heitir Mencia og er aðallega að finna á norðuvesturhluta Spánar. Pagos del Galir Mencia er dimmrautt, angan af kirsuberjum, möndlukaramellu, kóngabrjóstykur og blóm. Þétt og fínt í munni, ferskt með þægilegri beiskju í ávextinum og míneralískri áferð. 2.399 krónur. Frábær kaup. Með ljósu kjöti. “