Lasagna með Béchamel sósu

Lasagna kemur frá Emilia-Romagna-héraði á Ítalíu og er ákaflega vinsæll réttur á mörgum íslenskum heimilum. Lasagna er líka kjörinn þægindaréttur til að bjóða uppá í matarboðinu þar sem auðvelt er að gera hann fyrir fram og nær öruggt að gestir verði sáttir.

Fyrir 4

Hráefni fyrir kjötsósuna

45 ml Extra virgin ólívu olía

25 g smjör

1 x laukur, fínt skorinn

1 x sellerí, fínt skorið

1 x gulrót, fínt skorin

150 g beikon, smátt skorið

200 g svínahakk

200 g nautahakk

200 ml rauðvín

2 msk. tómatpúrra

200 ml grænmetissoð

4 x Lasagna plötur – ferskar eða þurrar

Aðferð fyrir kjötsósuna

  • Hitið smjörið og olíuna saman á pönnu og bætið lauk, sellerí, gulrót og beikoni út á pönnuna og steikið við vægan hita í 10 mínútur.
  • Bætið hakkinu út á pönnuna og steikið þar til kjötið hefur tekið á sig lit.
  • Hækkið hitann undir pönnunni og bætið rauðvíninu út í og látið það gufa upp.
  • Bætið tómatpúrru og hluta af grænmetissoði saman við.
  • Lækkið hitann, setið lok yfir pönnuna og látið malla saman í góðan tíma, allt upp í 2 klst.
  • Mikilvægt að bæta grænmetissoði út í við og við og gæta þess að sósan þorni ekki upp.

Hráefni fyrir Béchamel-sósuna

40 g smjör

40 g hveiti

500 ml mjólk

100 g rifinn parmesan ostur

Aðferð

  • Nú þegar kjötsósan hefur fengið að sjóða á vægum hita í góðan tíma er kominn tími á að forhita ofninn í 200°C og útbúa Béchamel-sósuna.
  • Bræðið smjör á meðal háum hita á pönnu, takið pönnuna af hitanum og hrærið hveiti saman við og smá mjólk.
  • Setjið pönnuna undir hitann aftur og bætið mjólkinni saman við og hrærið í af og til.
  • Látið sósuna malla á vægum hita í 3 til 4 mínútur þangað til að hún byrjar að þykkna.
  • Takið pönnuna af hitanum, kryddið sósuna með salti og pipar og bætið meiri hlutanum af parmesan ostinum út í og hrærið saman. Skiljið parmesan ost eftir til að setja á milli laga.
  • Finnið til eldfast mót. Byrjið á því að setja þunnt lag af kjötsósu í botninn á fatinu, leggið svo lasagna plötu yfir, kjötsósu aftur ofan á lasagna plötuna og þar næst Béchamel sósu og smá parmesan ost yfir og svo endurtaka ferlið þangað til að öll hráefnin eru búin.
  • Endið á því að setja Béchamel sósu og rifinn parmesan ost yfir og bakið í ofni í 30 mínútur.

 

Vínó mælir með: Melini Chinati Reserva með þessum rétt.

Uppskrift: Gennaro Contaldo