Brakandi ferskt kjúklingasalat með avocado, mangó og hunangs-lime dressingu

 

Fyrir 2

 

Hráefni

Kjúklingalæri (skinn & beinlaus), 400 g

Miðausturlenskt kjúklingakrydd, 1,5 msk / Kryddhúsið

Límónusafi, 2 msk

Ólífuolía, 4 msk

Hunang, 1 msk

Smátt saxaður kóríander, 2 msk

Hvítlauksrif, 1 lítið

Avocado, 1 stk

Mangó, 1 stk

Sólskinstómatar, 120 g

Rauðlaukur, ½ lítill

Radísur, 4 stk

Ristuð graskersfræ, 5 msk

Ferskt salat, 100 g, td romaine og/eða íssalat

Spírur eftir smekk, td radísuspírur

Aðferð

  • Setjið kjúklingalæri, miðausturlenskt kjúklingakrydd og 1,5 tsk af flögusalti í skál með skvettu af olíu og blandið vel saman. Látið marinerast í 30 mín.
  • Stillið ofn á 200°C með blæstri.
  • Dreifið kjúklingalærunum yfir ofnplötu með bökunarpappír og bakið í miðjum ofni í 25 mín eða þar til kjúklingurinn er fulleldaður og búinn að brúnast fallega.
  • Setjið límónusafa, ólífuolíu, 1 lítið pressað hvítlauksrif, hunang, saxaðan kóríander og smá salt í litla krukku með loki eða tóman hreinan kryddstauk með loki og hristið duglega þangað til allt hefur blandast saman og falleg dressing hefur myndast.
  • Skerið mangó og tómata í bita, neiðið avocado, rauðlauk og radísur. Skerið kjúklingalærin í bita.
  • Rífið/skerið salat eftir smekk og veltið upp úr helmingnum af dressingunni. Skiptið salatini á milli skála og toppið með restinni af hráefnunum og dreipið restinni af dressingunni yfir eftir smekk

 

Vínó mælir með: Adobe Reserva Rose með þessum rétt.

Uppskrift: Matur & Myndir