Jarðaberja Margarita
Hráefni:
4 cl Tequila Sauza Silver
2 cl Cointreau
2 cl safi úr lime lime
3 cl sykursíróp (eða venjulegt síróp)
1 dl frosin jarðaber
2 dl klakar
½ dl appelsínusafi
Salt eða sykur og lime bátur til að skreyta glasið (má sleppa)
Aðferð:
Byrjið á því að skreyta brúnina á glasinu. Nuddið lime báti við hana þar til hún verður blaut. Hellið sykri eða salti á disk, dýfið glasinu öfugu ofan í og þekjið brúnina.
Hellið tequila, cointreau, safa úr lime, sykursírópi, jarðaberjum, klökum og appelsínusafa í blender og hrærið vel saman.
Hellið í glas og njótið.