Enchiladas með ostasósu og avókadó
Fyrir 3
6 Mission tortillur með grillrönd
400-500 g nautahakk (eða vegan hakk)
1 lítil krukka salsasósa
Krydd (Cayenne pipar, cumin, laukduft, salt og pipar)
1 Philadelphia rjómaostur
4 msk blaðlaukur, smátt skorinn
2-3 msk sýrður rjómi
Chili explosion
2-3 tómatar, smátt skornir
Rifinn cheddar ostur
Rifinn gratín ostur eða annar rifinn ostur (má sleppa)
Ferskur kóríander (má sleppa)
Avókadóstappa
2 stór avókadó (eða meira eftir smekk)
Safi úr ½ lime
Salt og pipar
Ostasósa
2 msk smjör
1 msk hveiti
2 dl nýmjólk
5 dl rifinn cheddar ostur
Cayenne pipar
Smá salt
Aðferð
- Steikið hakkið á pönnu, kryddið með cayenne pipar, cumin, laukdufti, salti og pipar og hrærið salsasósunni saman við.
- Smyrjið tortillurnar með rjómaosti. Dreifið blaðlauknum yfir og því næst dreifið nautahakki yfir eftir smekk (mér finnst ekki gott að hafa of mikið).
- Rúllið upp tortillunum og raðið í eldfast form sem er smurt eða spreyið með Pam olíu.
- Smyrjið yfir þær sýrðum rjóma og kryddið með chili explosion. Dreifið tómötunum yfir og stráið rifnum osti yfir allt saman.
- Bakið í 15-17 mínútur við 190°C eða þar til osturinn er orðinn gylltur.
- Toppið enchiladas með ostasósunni, avókadóstöppunni og ferskur kóríander.
Avókadóstappa
- Stappið avókadó og keistið safa úr lime yfir. Saltið og piprið.
Ostasósa
- Bræðið smjörið í pott við vægan hita. Hrærið hveitinu saman við og blandið því næst mjólkinni út í.
- Hrærið þar til blandan hefur þykknað og bætið cheddar ostinum við. Hrærið þar til osturinn hefur bráðnað og kryddið eftir smekk.