Michel Lynch Médoc Reserve 2016 

 

Vinotek segir;

„Lynch nafnið kemur víða við sögu í Bordeaux en Thomas Michel-Lynch, aðalsmaður sem upprunalega kom frá Írlandi settist að í þorpinu Pauillac, nánar tiltekið á Bages-hæðinni. Hann var m.a. borgarstjóri Pauillac á tímum frönsku byltingarinnar og tvö af þekktustu vínhúsum Bordeaux bera nafn hans, annars vegar Chateau Lynch-Bages og hins vegar Lynch-Moussas. Á undanförnum árum hefur einn af helstu vínfjölskyldum Bordeaux, Cazes-fjölskyldan, átt Lynch-Bages og hefur byggt upp lítið vínveldi á svæðinu. Michel Lynch-vínin eru vín sem framleidd eru af vínteymi Cazes, gerð úr þrúgum af Médoc svæðinu, blanda af hinum klassísku þrúgum Merlot og Cabernet Sauvignon. Rúbínurautt, í nefinu þroskuð sólber, kirsuber, dökkt súkkulaði og ristuð eik, reykur og leður. Þétt, tannískt og flott vín. Hörku Bordeaux í þessum verðflokki. 2.999 krónur. Frábær kaup. Reynið t.d. með andalærum confit. “

Post Tags
Share Post