Sætkartöflu quinoa salat

Hráefni

1 stk sæt kartafla

200 g eldað quinoa

1 rauðlaukur

Salt og pipar

¼ tsk papriku krydd

¼ tsk cumin

1 hvítlauksgeiri

2 msk ólífu olía

1 dós nýrnabaunir

3 stk tómatar

3 msk fetaostur

Fersk steinselja

Sítróna

Aðferð:

Kveikið á ofninum, stillið á 200°C og undir+yfir hita.

Flysjið sætu kartöfluna og skerið í litla bita, setjið í eldfast mót. Skerið rauðlaukinn smátt niður og bætið út á mótið, pressið hvítlauksgeirann út í og kryddið með salti, pipar, papriku kryddi og cumin. Blandið öllu saman og setjið svolítið af ólífu olíu yfir. Bakið í u.þ.b. 20 mín eða þar til kartöflurnar eru mjúkar í gegn.

Á meðan kartöflurnar eru inn í ofni, sjóðið quinoað samkvæmt leiðbeiningum á pakkningunum.

Skerið tómatana smátt niður og skolið nýrnabaunirnar.

Setjið allt út eldfasta mótinu í skál ásamt tómötum, nýrnabaununum og fetaostinum, blandið saman og berið fram með ferskri steinselju og kreistið safann úr sítrónu yfir.

Vinó mælir með: Adobe Reserva Sauvignon Blanc með þessum rétt.

Uppskrift: Linda Ben 

Share Post