Whiskey Sour
Hráefni:
6 cl Jeam Beam Black viskí
Nokkrir dropar angostura bitter (má sleppa)
3 cl safi úr sítrónu
3 cl sykursíróp
1 eggjahvíta
Klakar
Appelsínusneið
Aðferð:
Hellið whiskey, safa úr sítrónu, sykursírópi og eggjahvítu í kokteilahristara og hristið þar til kokteilinn byrjar að freyða. Bætið klökum saman við og hristið vel.
Hellið í glas og fyllið það með klökum. Toppið með appelsínusneið .
Sykursíróp
Hráefni:
200 g sykur
200 ml vatn
Aðferð:
Setjið vatn og sykur í pott.
Bræðið sykurinn á vægum hita og hrærið þar til hann leysist upp. Kælið. Tekur nokkrar mínútur.
Ég helli sykursírópinu ofan í flösku með tappa og geymi í ísskáp. Það geymist í um 1 mánuð.