Dievole Chianti Classico 2018
Vinotek segir;
„Vínhúsið Dievole er að finna i þorpinu Vagliagi í hjarta Chianti Classico-svæðisins á milli borganna Flórens og Siena í Toskana. Nafnið er rakið til hugtaksins „Die Vuole“ eða „ef Guð leyfir“ sem skráð var sem heiti ekru í samningi árið 1090. Þetta er klassískur og flottur, lífrænt ræktaður Chianti Classico, fagurrauður með djúpri angan af dimmrauðum kirsuberjum, þurrkuðum berjum, lyngi og smá anís. Nokkuð tannískt, sýrumikið og langt, flott matarvín. 3.299 krónur. Með klassískum pastaréttum, með kálfi eða lambi. “