Risarækjukokteill með avókadó
Uppskrift fyrir 4
Hráefni
2 avókadó
12 stórar tígrisrækjur, óeldaðar
1/2 chili
1 hvítlauksrif
Salt og pipar
Cumin
Ólífuolía
2 dl smátt söxuð gúrka
1-2 msk steinselja (eða kóríander) + til að skreyta
1/2 sítróna
Sósa
1 msk majónes
3 msk sýrður rjómi
Safi úr 1/2 sítrónu
1/2 tsk dijon sinnep
1/2-1 msk tómatsósa
5 dropar tabasco sósa
Salt og pipar
Aðferð
Skerið chili og steinselju smátt, pressið hvítlauk og blandið saman við risarækjurnar ásamt ólífolíu og smá sítrónusafa. Kryddið þær með cumin, salti og pipar.
Blandið saman í sósuna. Mæli með að þið smakkið ykkur til.
Steikið risarækjurnar upp úr olíu á vel heitri pönnu þar til að þær eru orðnar bleikar. Ef þið viljið hafa þær vel sterkar þá mæli ég með að bæta við chili.
Skerið avókadó og gúrku í litla bita. Blandið því saman í skál ásamt 1-2 msk af safa úr sítrónu og kryddið með salti og pipar eftir smekk.
Dreifið öllu í fjórar litlar skálar eða glös og setjið risarækjurnar ofan á.
Að lokum hellið sósunni yfir og skreytið með steinselju. Gott að bera fram með sítrónubátum.