Andalæri í appelsínusósu

 

Hráefni

1 dós niðursoðin andalæri

Rósakál

Kartöflumús (hér fyrir neðan)

Appelsínusósa (hér fyrir neðan)

Aðferð

Kveikið á ofninum og stillið á 200°C, undir og yfir hita.

Raðið andalærunum í eldfast mót, takið sem mest af fitunni af lærunum fyrst. Bakið inn í ofni í u.þ.b. 30-35 mín.

Setjið rósakálið í eldfast mót ásamt örlítið af andarvitunni, u.þ.b. 1 msk, veltið því vel upp úr, kryddið með salti og bakið inn í ofni í 30-35 mín.

Útbúið sósuna og kartöflumúsina á meðan þetta er inn í ofni.

 

Appelsínu sósa

Hráefni

100 g sveppir

1 msk smjör

4 msk sykur

1 dl vatn

1 dl hvítvín

1 tsk hvítvínsedik

4 dl nýkreistur appelsínusafi

400 ml vatn

1 msk andakraftur

50 g kalt smjör í teningum

Salt og pipar

Sósu þykkir eftir þörf

 

Aðferð

Setjið sykur og vatn á pönnu og leyft að sjóða þar til karamellan hefur brúnast.

Skerið niður sveppina og steikið upp úr smjöri á annarri pönnu.

Hvítvíninu og hvítvínsedikinu er bætt út á karamelluna, hrærið saman við og soðið þar til sósan er orðin þykkt síróp.

Hellið appelsínusafanum út á og hrærið saman við. Sósan er látin sjóða niður u.þ.b. helming.

Bætið vatninu, sveppunum og kraftinum út í og þykkið með sósu jafnara, hrærið vel í.

Slökkvið undir sósunni og bætið smjörinu út í, hrærið í sósunni og passið að hún sjóði ekki eftir að smjörið hefur farið út í.

Smakkið til með salti og pipar.

 

Kartöflumús

Hráefni

1000 g forsoðnar kartöflur

100 g smjör

1 ½ dl mjólk

1 msk sykur

Salt og pipar eftir smekk

 

Aðferð

Setjið kartöflurnar í hrærivél eða stappið með kartöflustappara. Bræðið smjörið og blandið saman við ásamt mjólkinni.

Kryddið til með salti og pipar.

Vinó mælir með: Adobe Reserva Cabernet Sauvignon með þessum rétt.

Uppskrift: Linda Ben