Laukhringir
Um 30-40 hringir
Hráefni
3 stórir laukar
120 g hveiti
40 g lyftiduft
2 msk. paprikukrydd
2 egg
320 ml nýmjólk
1 msk. salt
1 msk. hvítlauksduft
1 tsk. pipar
300 g brauðraspur
1 l steikingarolía
Aðferð
Skerið laukinn í um ½ cm þykka hringi, losið þá í sundur og haldið eftir stærstu hringjunum (getið sett hina í poka og nýtt síðar í aðra matargerð).
Blandið saman hveiti, lyftidufti og paprikudufti og veltið laukhringjunum upp úr hveitiblöndunni, leggið á bakka.
Pískið saman egg og nýmjólk og kryddið, pískið saman við það sem eftir stendur af hveitiblöndunni (sem er megnið af henni).
Setjið brauðrasp í aðra skál og dýfið hringjunum fyrst upp úr eggjablöndunni og hjúpið næst með brauðraspi, leggið á bakka og hitið olíuna.
Steikið síðan 3-4 laukhringi í senn á meðalháum hita (tekur um 1-2 mínútur), leyfið olíunni að leka af og raðið á grind með eldhúspappír undir til að fitan leki öll af og hringirnir haldist stökkir.
Berið fram með „Blooming“ kokteilsósu (sjá uppskrift hér að neðan).
„Blooming“ kokteilsósa
Hráefni
80 g majónes
130 g sýrður rjómi
50 g piparrótarsósa
30 g tómatsósa
1 tsk. paprikukrydd
1 tsk. hvítlauksduft
Aðferð
Vigtið allt saman í eina skál og pískið saman þar til kekkjalaust.
Kælið í að minnsta kosti klukkustund áður en sósan er borin fram með heitum laukhringjum.