Romm og jarðarberjakokteill
Frískandi og góður romm kokteill með ferskum jarðaberjum og hlynsírópi, en hlynsírópið er skemmtileg tilbreyting frá einföldu sykursírópi.
Reynið að notast við sem ferskust jarðarber (helst Íslensk) þar sem það skiptir miklu máli.
Hráefni:
Fersk jarðarber, 3-4 stk
Mount Gay Barbados romm, 4 cl
Nýkreistur límónusafi, 2 cl
Hlynsíróp, 2 cl
Aðferð:
Skerið toppana af jarðarberjunum og setjið í kokteilhristara.
Stappið jarðarberin vel og bætið restinni af hráefnunum út í ásamt klaka.
Blandið vel saman og hellið svo í glas fyllt af muldum klaka.
Skreytið með fersku jarðarberi.