Kjúklingalæri í rjómalagaðri ítalskri sósu með hrísgrjónum og melónusalati.

Fyrir 2

Hráefni

Kjúklingalæri, skinn & beinlaus, 4 stk / Sirka 400 g

Töfrakrydd, 2 tsk / Pottagaldrar

Basmati hrísgrjón, 120 ml

Rjómi, 150 ml

Rjómaostur, 50 g / Philadelphia

Tómatpúrra, 2 msk / 30 g

Parmesanostur, 10 g

Kjúklingakraftur, 1 teningur

Hvítlauksduft, 0,5 tsk

Piccolo tómatar, 80 g

Fetaostur, 50 g

Klettasalat, 30 g

Rauðlaukur, 1 lítill

Breiðblaða steinselja, 5 g

Aðferð

Forhitið ofn í 180 °C með blæstri

Setjið kjúklingalæri í skál ásamt svolítilli olíu og kryddið með töfrakryddi. Látið marinerast í 30 mín.

Myljið kjúklingatening og rífið parmesanost. Hrærið rjómaost, rjóma, kjúklingatening, parmesanost, tómatpúrru og hvítlauksdufti saman í skál. Smakkið til með smá salti ef þarf.

Sneiðið tómata í tvennt. Raðið kjúklingalærum í eldfast mót og hellið rjómablöndunni yfir og meðfram kjúklingnum. Dreifið tómötum og fetaosti yfir og bakið í miðjum, ofni í 30 mín.

Setjið 180 ml af vatni í lítinn pott ásamt smá salti og náið upp suðu. Bætið hrísgrjónum út í pottinn og lækkið hitann í lága stillingu svo það rétt kraumi í pottinum. Látið malla undir loki í um 13 mín. Takið hrísgrjónin af hitanum og látið standa undir loki í um 10 mín.

Skerið melónu í bita og sneiðið rauðlauk eftir smekk. Setjið melónubita, rauðlauk og klettasalat í skál og blandið saman.

Saxið steinselju og stráið yfir réttinn þegar hann kemur úr ofninum.

Vinó mælir með: Adobe Reserva Chardonnay með þessum rétti.

Uppskrift: Matur og Myndir