Súper nachos með kalkúnahakki
Fyrir 4
Hráefni
600 g kalkúnahakk (fæst frosið í helstu matvöruverslunum)
2 hvítlauksrif, pressuð eða rifin
1 lítill laukur, smátt skorinn
Ólífuolía til steikingar
Krydd: 1 tsk reykt papriku krydd, 1 tsk laukduft, 1 tsk cumin
1 tsk salt, ½ tsk pipar, ½ tsk chili duft
1 salsasósa frá Mission
½ poki Mission tortillu flögur
2 dl svartar baunir
1 ostasósa frá Mission
3 tómatar
2 avókadó
3 vorlaukar
Ferskur kóríander
Sýrður rjómi
Aðferð
Byrjið á því að stekja lauk upp úr ólífuolíu. Þegar hann hefur aðeins mýkst þá bætið þið við hvítlauk og kalkúnahakki.
Kryddið með reyktri papriku, laukdufti, cumin, salti, pipar og chili dufti og steikið þar til kalkúnahakkið er eldað í gegn. Hrærið salsasósunni útí í lokin.
Dreifið tortillaflögunum í eldfast form. Því næst kemur kalkúnahakkið yfir ásamt svörtum baunum.
Dreifið yfir ostasósu eftir smekk og smátt söxuðum tómötum.
Bakið inn í ofni við 180°í 12-15 mínútur.
Toppið réttinn með avókadósneiðum, smátt skornum vorlauk og kóríander. Berið fram með sýrðum rjóma og ostasósunni og njótið.